spot_img
HomeFréttirÚrslit Yngriflokka: Kærumál frestar úrslitaleik í 11. flokki

Úrslit Yngriflokka: Kærumál frestar úrslitaleik í 11. flokki

 Í dag voru háð undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta hjá 11. flokk karla, 10 flokk kvenna og unglingaflokk karla. Þótt dramatíkinn sé vissulega mikil í meistaraflokki þessa daganna þá slá yngri flokkarnir engu slöku við.  Kærumál í leik Þórs/Hamar gegn heimamönnum í Breiðablik stendur þó uppúr.  En einnig fóru tveir leikir í 2 framlengingar. 
 Dagurinn hófst með látum þar sem að Njarðvíkingar og KR mættust í 11. flokki karla. Líkast til einn jafnasti árgangur frá upphafi þar sem öll liðin hafa skipst á að sigra hvort annað í allan vetur.  Svo fór að Njarðvíkingar sigruðu KR eftir 2 framlengingar 96:95. Valur Orri Valsson tryggði Njarðvík sigurinn á vítalínunni. 
 
Næsti leikur dagsins var Þór/Hamar gegn Breiðablik í stór skemmtilegum leik þar sem mættust stálin stinn. Jafnt var með liðunum fram á síðustu sekúndu. En þegar um 2.9 sekúndur voru til leiks loka og staðan jöfn átti Emil Karel leikmaður Þór/Hamar á vítalínunni. Kappinn setur niður fyrra vítið og Hamar/Þór komnir yfir með einu stigi.  Seinna vítið klikkar og Þór/Hamar ná frákastinu en um leið gellur flauta hússins og dómarar stöðva leikinn.  Augljósleg mistök á ritaraborðinu og á óskiljanlegan hátt ákveða dómarar leiksins að dæma uppkast í stað þess einfaldlega að taka vítið uppá nýtt Samkvæmt " stöðu örinni" áttu Breiðablik boltann.  Blikar framkvæmdu leikkerfi sitt fullkomlega upp og Ægir Bjarnason setur niður "buzzer þrist" og Blikar fóru með sigur af hólmi.  En Hamar/Þór kærðu leikinn og því verður úrslitaleikurinn á morgun eitthvað að bíða þangað til kærunefnd KKÍ fer yfir málið. 
 
Næsti leikur dagsins var leikur Breiðablik og Keflavík í 10. flokki kvenna. Skemmst frá því að segja þá sigruðu Keflavík leikinn nokkuð örugglega með 84 stigum gegn 45 þar sem leikurinn var einstefna frá upphafi. 
 
Næsti leikur bauð svo aftur uppá dramatík þegar Grindavík og Haukar í 10. flokki kvenna börðust um sæti í úrslitaleiknum. Leikurinn var hníf jafn þó svo að Haukar virtust hafa örlítið frumkvæði í leiknum. Svo fór að þessum leik var einnig framlengt tvisvar og voru það Haukar sem að lokum stóðu uppi sem sigurvegarar 50:49 í vægast sagt frábærum leik. 
 
Næst voru það Haukar og Valur sem áttu kappi í unglingaflokki karla. Haukar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og sigruðu verðskuldað að lokum 85:74. Undir lok leiks náðu Valsmenn að minnka muninn niður í 4 stig en Haukar voru svellkaldir á lokasprettinum og kláruðu dæmið. 
 
Njarðvík og Tindastóll eigast nú við í síðasta leik dagsins í unglingaflokki karla þar sem Njarðvíkingar leiða með 18 stigum, 44:26. 
 
Mynd: Lovísa Falsdóttir spilaði vel fyrir 10. flokk Keflavíkur í dag. 
Fréttir
- Auglýsing -