Viðureign CB Granda og Real Madrid var rétt í þessu að ljúka með naumum útisigri Madrídinga á heimavelli Granada. Lokatölur í leiknum voru 66-71 Madrid í vil. Jón Arnór Stefánsson gerði 12 stig í liði Granada og var næststigahæstur heimamanna á eftir Richard Hendrix sem var með 15 stig.
Auk stiganna 12 var Jón Arnór einnig með 4 fráköst og 2 stoðsendingar í leiknum. Eftir 31 umferð á Spáni eru liðsmenn Real Madrid í 2. sæti deildarinnar með 25 sigra og 6 tapleiki en Granada er í 10. sæti með 14 sigra og 17 tapleiki.



