„Eins og staðan er í dag þá eru 95% líkur á því að ég sé hættur en það er alltaf smá möguleiki á að manni snúist hugur í júlí,“ sagði körfuboltamaðurinn snjalli Brenton Birmingham þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær.
Samningur Brentons við Grindavík er runninn út og hann sagði líkamlegt ástand sitt hafa verið slæmt í lok leiktíðar.
Nánar er rætt við Brenton í Morgunblaðinu í dag.
Ljósmynd/ [email protected] – Brenton í leik gegn Keflavík fyrr á tímablinu en í vetur en hann gerði 11,1 stig að meðaltali í leik fyrir Grindavík þetta tímabilið.



