Körfuknattleiksdeild Hauka óskar eftir að ráða til starfa yfirþjálfara fyrir alla yngri flokka félagsins. Leitað er að einstaklingi sem hefur mikla reynslu af þjálfun í körfuknattleik og eigi gott með mannleg samskipti.
Æskilegt er að viðkomandi hafi íþróttakennaramenntun/íþróttafræði eða hafi lokið viðurkenndum þjálfunarnámskeiðum. Þá er einnig leitað af þjálfurum fyrir nokkra af yngri flokkum deildarinnar.
Umsóknum skal skila til íþróttastjóra Hauka Guðbjargar Norðfjörð s: 861-3614 sem einnig gefur upplýsingar um störfin eigi síðar en 7. maí næstkomandi.
Einnig má senda fyrirspurnir og umsóknir á netfangið [email protected]



