Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt, Boston Celtics sendu Miami Heat í sumarfrí og slíkt hið sama gerði Cleveland gegn Chicago. Dallas minnkaði muninn í 3-2 í seríunni gegn San Antonio Spurs og LA Lakers tóku 3-2 forystu gegn Oklahoma City Thunder.
Boston 96-86 Miami (Boston 4-1 Miami: Boston áfram og mæta Cleveland í næst umferð)
Ray Allen gerði 24 stig í liði Boston en hjá Miami var Dwyane Wade nærri þrennunni með 31 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.
Cleveland 96-94 Chicago (Cleveland 4-1 Chicago: Cleveland áfram, mæta Boston í næstu umferð)
Antwan Jamison gerði 25 stig fyrir Cleveland. LeBron James var nærri þrennunni með 19 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá Chicago var Derrick Rose með 31 stig og 6 stoðsendingar.
Dallas 103-81 San Antonio (San Antonio 3-2 Dallas)
Caron Butler fór mikinn í liði Dallas með 35 stig og 11 fráköst. Tony Parker var með 18 stig og 6 stoðsendingar hjá Spurs en hann var ekki í byrjunarliðinu.
Lakers 111-87 Oklahoma (Lakers 3-2 Oklahoma)
Pau Gasol var með 25 stig og 11 fráköst fyrir Lakers en hjá Thunder var Kevin Durant með 17 stig og 3 fráköst.
Ljósmynd/ Rondo og félagar í Boston eru komnir áfram en Rondo gerði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir græna í nótt og þá vantaði honum bara 2 fráköst upp á þrennuna með 8 kvikindi.



