spot_img
HomeFréttirÞjálfarar liðanna eftir leik

Þjálfarar liðanna eftir leik

Það var vart hægt að ná í skottið á Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, eftir leikinn í kvöld fyrir faðmlögum og “high five-um”. Brosið náði næstum eyrna á milli og var hann í algjörri sigur vímu.
„Ég bjóst ekki við svona stórum sigri en ég sagði nú við einhverja spekinga fyrir leikinn að þetta myndi ekki klárast á síðustu sekúndu. Ég fann fyrir alveg rosalegri orku og einbeitingu á liðinu fyrir leikinn og við sýndum það að það var bara nánast eitt lið á vellinum” sagði Ingi Þór að vonum sáttur með úrslit leiksins.
 
Ingi talaði um að allt liðið hafi verið á tánnum og að Emil Jóhannsson hafi verið stórkostlegur og að Martins Berkis hafi svarað fyrir síðasta leik og í raun að allt liðið hafi verið alveg ofboðslega tilbúið.
 
„Ég hafði engan áhuga á því” sagði Ingi þegar hann var spurður að því hvort hann hafi ekki viljað fá meiri spennu í þetta.
 
„Engu að síður að vera 20 stigum yfir í Keflavík segir þér ekki neitt. Þú veist að þeir koma til baka einhvern tíman. Sverrir (Sverrisson) setti niður þrist og kveikti aðeins í Keflavík en Jón Ólafur svaraði strax og slökkti í raun neistann. Þá fannst mér bókstaflega leikurinn deyja.”
 
Það má segja að þetta hafi verið þjálfaralegur sigur fyrir Inga Þór sem fyrir var búinn að gera KR að Íslandsmeisturum en á hans fyrsta ári með Snæfell unnu þeir bæði Íslands og bikarmeistaratitilinn.
 
„Já ég myndi segja það. Maður gerir þetta varla betur en að vera deildarmeistari líka. Þetta var bara æðislegur vetur í alla staði.”
 
„Ég hugsa nú að ég fái að þjálfa í Hólminum næsta tímabil. Við byrjum á því. Þjálfarastaðan er ekki sú tryggasta í bransanum og ég ætla bara að njóta þessa að vera til núna” sagði Ingi að lokum
 
Guðjón Skúlason 
 
Guðjón Skúlason var eðlilega ekki jafn kátur og Ingi Þór sem í raun fór hamförum þegar að sigurinn var í hús.
 
Keflavík var gjörsamlega burstað á heimavelli og sagði Guðjón að þetta hvorki hann né Keflavíkurliðið hafi séð þetta gerast í svona leik.
 
„Þetta er bara skammarlegt og við vorum bara lélegir í öllu sem viðkom körfubolta í kvöld. Á endanum get ég ekki verið svekktur því við vorum svo drullu lélegir” sagði Guðjón.
 
„Hann var eini sem var eitthvað bit var í en það er ekki nóg við verðum að vera með lið sem spilar. Það kom allavega ekki neitt lið frá Keflavík í dag það get ég verið fullviss um” sagði Guðjón með áherslu á orðið lið en Urule Igbavboa var í raun eini maðurinn með fullri rænu í liði Keflavíkur
 
Lið Snæfells virkaði mun betur stemmdir og ljóst að þeir ætluðu að selja sig dýrt. Guðjón taldi ekki vera að lið Snæfells hafi verið betur undirbúið en Keflavík og sagði að liðið hafi bara aldrei fundið taktinn.
 
„Við vorum vel undirbúnir en það er bara eitthvað sem að gerðist þegar leikurinn byrjaði. Við náðum ekki þessum takti sem við ætluðum að gera. Kannski ætluðum við að gera of mikið eða menn bara of afslappaðir og héldu að þetta myndi koma að sjálfu sér.”
 
„Ég veit það ekki. Það er ekkert ákveðið” í þessu sagði Guðjón að lokum þegar hann var spurður um hvort hann myndi halda áfram með lið Keflavíkur á næstu leiktíð
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -