spot_img
HomeFréttirEkki tilbúin til að hætta strax

Ekki tilbúin til að hætta strax

 
Kvennalið Grindavíkur í Iceland Express deildinni hefur orðið fyrir töluverðri blóðtöku en bakvörðurinn öflugi Jovana Lilja Stefánsdóttir er á leið til Þýskalands og verður því ekki með gulum á næstu leiktíð.
,,Ég ætla að spila körfu þarna úti en ég er reyndar ekki búin að finna mér lið, það verður bara farið í það þegar ég kem út,“ sagði Jovana sem var með 9,4 stig, 3,5 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur í Grindavíkurliðinu.
 
,,Ég er að flytja til Bittenfeld í Þýskalandi en það er smábær fyrir utan Stuttgart. Kærastinn minn er að fara þangað að spila handbolta og ég ætla að finna mér eitthvað lið til að spila með í körfunni, maður er ekki tilbúinn til að hætta strax,“ sagði Jovana sem að öllum líkindum mun taka mastersnám ytra í fjarnámi á næsta ári.
 
Grindavík datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á nýlokinni leiktíð en þá mætti liðið Subwaybikarmeisturum Hauka og lá 2-0.
 
Fréttir
- Auglýsing -