Varnarlið ársins í NBA voru tilkynnt í gær, en Kobe Bryant er í liðinu fimmta árið í röð.
Aðrir í liðinu eru auðvitað Dwight Howard, varnarmaður ársins, ásamt þeim Rajon Rondo hjá Boston Celtics, Gerald Wallace hjá Charlotte Bobcats og LeBron James.
Í "varaliðinu" eru þeir Tim Duncan, Dwyane Wade, Thabo Sefolosha, Josh Smith og Anderson Varejao.
Þjálfarar liðanna í NBA standa fyrir þessu kjöri og hlaut Howard að sjálfsögðu flest atkvæði, en á eftir honum kom Rondo.
Athygli vekur að Josh Smith komst ekki í aðalliðið hjá þjálfurunum þrátt fyrir að hafa lent í öðru sæti í kjöri fréttamanna á Varnarmanni ársins.



