LA Lakers og Orlando Magic kláruðu andstæðinga sína í úrslitakeppni NBA í nótt með sigrum. Lakers lögðu Utah Jazz, 96-111, og þar með 4-0 á meðan Magic lögðu Atlanta, 84-98, einnig 4-0.
Úrslitin í Vesturdeildinni eru því klár þar sem Phoenix Suns hafa þegar tryggt sér sæti þar, nú fá Suns, Lakers og Magic viku hvíld þar til Cleveland Cavaliers og Boston Celtics hafa útkljáð hver kemst í úrslit austurstrandarinnar gegn Magic.
Lakers máttu hafa mikið fyrstu þremur sigrunum, en áttu náðugri leik í nótt þar sem sigurinn var aldrei í hættu. Magic fóru hins vegar í sögubækurnar með því að vinna hvern leik með að meðaltali 25,3 stigum, sem er það mesta í sögu 4 leikja einvígja. Ótrúlegt þegar litið er til þess að liðin urðu í 2. og 3. sæti austurdeildarinnar í ár.



