Fimm leikir eru á dagskránni í dag á Norðurlandamóti unglinga sem fram fer í Svíþjóð. Eftir örstuttastund hefja U18 ára landslið Íslands leik en bæði lið mæta Norðmönnum kl. 09:00 hér að staðar tíma eða kl. 07:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með leikjunum í beinni tölfræðilýsingu hér.
Leikir dagsins (ísl. tími):
07:00: U18 kk Ísland-Noregur
07:00: U18 kvk Ísland-Noregur
13:00: U16 kk Ísland-Svíþjóð
15:00: U16 kvk Ísland-Svíþjóð
15:00: U18 kvk Ísland-Danmörk
Hjá U18 körlum eru Norðmenn og Íslendingar einu sigurlausu liðin í aldursflokknum svo leikurinn sem nú er að hefjast er báðum liðum ansi mikilvægur upp á framhaldið að gera. Þá hafa Noregur og Ísland í U18 ára kvenna heldur ekki fundið sinn fyrsta sigur svo gera má ráð fyrir mikilli baráttu hér í morgunsárið í Solnahallen.
Ljósmynd/ Rannveig Ólafsdóttir og stöllur í U18 ára liði Íslands freista þess að landa sínum fyrsta sigri á mótinu í dag.



