spot_img
HomeFréttirWizards unnu nýliðalottóið - Velja þeir John Wall?

Wizards unnu nýliðalottóið – Velja þeir John Wall?

Washington Wizards fengu sínar fyrstu góðu fréttir í langan tíma í gærkvöldi þegar kúlan þeirra kom fyrst upp í nýliðalotteríinu.
 
Þeir munu því eiga fyrsta valrétt í nýliðavalinu í sumar og munu geta valið á milli leikstjórnandans John Wall, sem flestir telja mesta efni árgangsins, og Evan Turner, sem var valinn leikmaður ársins í háskólakörfunni.
Eftir eitt versta ár í sögu liðsins, þar sem mörgum helstu stjörnunum var skipt í burtu fyrir klink og aðrir voru í leikbanni fyrir að sveifla byssum í búningsklefanum, eru þetta kærkomnar fréttir þar sem Wizards voru í raun fimmta versta liðið.
 
Philadelphia fékk annan valrétt og færðist úr sjötta sætinu, en NJ Nets, eitt versta lið í sögu NBA, mátti sætta sig við þriðja valrétt þrátt fyrir að hafa fjórðungslíkur á fyrsta valréttinum.
 
Þetta er enn eitt árið sem botnliðið ber skarðan hlut frá borði, en síðasta skiptið sem botnliðið vann var árið 2004 þegar Orlando fengu Dwight Howard til sín.
 
Fjórði valrétturinn í ár fer til Minnesota, sem var með næst versta árangurinn, fimmti fer til Sacramento Kings, og Golden State fær sjötta valrétt.
 
Vonbrigði Nets hljóta að vera mikil, að hafa misst af Wall og Turner, en Mikhail Prokhorov, rússneski milljarðamæringurinn sem keypti liðið á dögunum, sagðist líta framtíðina björtum augum.
 
„Stundum skiptir heppnin sköpum, en þetta snýst aldrei um einhvern einn leikmann. Ég er viss um að við fáum góðan leikmann og eina leiðin fyri okkur er upp á við.“

Mynd: John Wall verður nær örugglega í búningi Washington Wizards næsta vetur
Fréttir
- Auglýsing -