Æfingabúðir Ágústs Björgvinssonar meistaraflokksþjálfara karla og kvenna Hamars í Hveragerði fara fram í íþróttahúsi Smárans í Kópavogi dagana 31. maí til 3. júní næstkomandi. Búðirnar eru fyrir áhugasama körfuboltastráka og stelpur á aldrinum 12 til 18 ára.
Æfingabúðirnar hafa verið haldnar frá árinu 2001 og hafa yfir eittþúsund leikmenn sótt búðirnar á síðustu 9 árum. Júní 2008 voru tæplega 140 leikmenn á einni viku sem sóttu búðirnar þegar þær voru haldnar í DHL-Höll KR-inga.
Ágúst hefur mikla reynslu af Körfuboltabúðum sem þessum en meðal búða sem hann hefur þjálfað við eru í Duke University og Five Star Basketball Camp í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa margir af færustu þjálfurum landsins þjálfað í búðunum og verður engin undantekning á því í ár. Sævaldur Bjarnason, þjálfari mfl. karla hjá Breiðablik, Finnur Stefánsson, yngriflokka þjálfari KR og Helena Sverrirsdóttir TCU verða meðal þjálfara. Aðrir þjálfarar verða kynntir til sögunnar þegar nær dregur æfingabúðunum.
Þessir krakkar fá hér tækifæri til þess að njóta handleiðslu hæfra þjálfara sem munu aðstoða krakkana þessa fjóra daga sem búðirnar fara fram. Körfuboltabúðirnar eru á milli kl 17.00 og 20.30 frá mánudeginum 31.maí til fimmtudagsins 3. júní og verðið er 6500 krónur. Frá klukkan 16.00 til 17.00 gefst leikmönnum færi á að hitta þjálfara og vinna í einstaklingsatriðum.
Körfuboltabúðir Ágústs Björgvinssonar 2010:
Frá 31. Maí til 3. júní 17.00-20.30
12 til 18 ára stelpur og strákar
Verð 6500 krónur
Skráning og upplýsingar á [email protected]
Frekari upplýsingar veita : Sævaldur Bjarnason 893-8052 og Ágúst Björgvinsson 696-9387
Ljósmynd/ [email protected]



