spot_img
HomeFréttirStyrktarþjálfun ungra íþróttamanna

Styrktarþjálfun ungra íþróttamanna

 
Námskeið í styrktarþjálfun ungra íþróttamanna verður haldið í júní og júlí 2010. Námskeiðið er á vegum Brynjars Karls Sigurðssonar og Kjartans Orra Sigurðssonar. Brynjar Karl er eigandi Sideline Sports og fyrrum þjálfari FSu í körfuknattleik. Brynjar hefur yfir 15 ára reynslu í þjálfun og uppbyggingu ungra íþróttamanna. Kjartan Orri Sigurðsson er íþróttafræðingur og ACE einkaþjálfari og er núverandi styrktarþjálfari Knattspyrnfélagsins Vals. Auk þeirra munu aðrir þjálfarar vera þeim til aðstoðar. Námskeiðinu er skipt í fernt. 14-16 ára stelpur, 14-16 ára strákar, 16-20 ára stelpur og 16-20 ára strákar.
Námskeið sem þetta er nýtt af nálinni þar sem þátttakendur fá daglegar leiðbeiningar og fræðslu með notkun XPS hugbúnaðar Sideline Sports sem þátttakendur hafa aðgang að. Hugbúnaður Sideline Sports er í dag notaður af liðum í NBA, liðum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Alþjóða Körfuknattleikssambandinu auk fjölda annara sérsambanda og atvinnumannaliða í öllum íþróttagreinum.
 
Á námskeiðinu fá þátttakendur:
• 8 vikna æfingaráætlun
• Kennslu í styrktarþjálfun
• Næringarfræðslu
• Hugarþjálfun
• Mælingar/test
• Aðgang að XPS client
 
Allt kennsluefni og fyrirlestrar verða aðgengilegir í margmiðlunarformi.
 
Námskeiðið er í 8 vikur. Verkleg kennsla ásamt fyrirlestrum verður á laugardögum. Þátttakendur nýta sér XPS hugbúnaðinn þess á milli til að fylgja eftir sinni æfingaráætlun.
 
14-16 ára stelpur 9:00-11:00
14-16 ára strákar 10:00-12:00
16-20 ára stelpur 11:00-13:00
16-20 ára strákar 12:00-14:00
 
Þátttökuverði er stillt í hóf og er heildarverð einungis 19.500 kr. Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst þar sem aðgangur að námskeiðinu er takmarkaður.
 
Til að skrá sig eða fá meiri upplýsingar þarf að hafa samband við Kjartan Orra í síma: 861-9159 eða á [email protected]  
Fréttir
- Auglýsing -