KR-ingar eru í viðræðum við bandaríska körfuknattleiksþjálfarann Victor Finora um að taka að sér þjálfun karlaliðs félagsins á næstu leiktíð, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu og á www.mbl.is í dag.
Ef af ráðningunni verður mun Finora taka við liðinu af Páli Kolbeinssyni sem ákvað að láta af störfum eftir eitt keppnistímabil en Páll er í meistaraflokksráði vesturbæjarliðsins.
Þá er óráðið hver taki við þjálfun kvennaliðsins en Benedikt Guðmundsson sem gerði liðið að meisturum á síðustu leiktíð hefur tekið við 1. deildarliðinu Þór úr Þorlákshöfn.
www.mbl.is
Ljósmynd/ Jón Björn Ólafsson – Finnur Magnússon og félagar í KR verða mögulega undir stjórn Victors Finora á næstu leiktíð.



