Stjarnan hefur samið við Daníel G. Guðmundsson um að leika með liðinu á næstu leiktíð og þjálfa jafnframt yngri flokk hjá félaginu. Daníel kemur frá Breiðablik þar sem hann var kosinn besti leikmaðurinn á síðasta tímabili, en hann skoraði 11 stig og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í Iceland Express deildinni. www.stjarnan-karfa.is greinir frá.
Daníel er upprunalega úr Njarðvík og lék þar í yngri flokkum og einnig með meistaraflokki, en lék einnig með FSu áður en hann gekk til liðs við Kópavogsliðið. Hann er 23 ára gamall og leikur stöðu bakvarðar, getur leikið bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður.
Mynd: Daníel ásamt Gunnari formanni innsigla samninginn.



