spot_img
HomeFréttirHrafn ræðir við KR um þjálfun kvennaliðsins

Hrafn ræðir við KR um þjálfun kvennaliðsins

 
Samkvæmt öruggum heimildum Karfan.is eiga Hrafn Kristjánsson og KR nú í viðræðum um að Hrafn taki við þjálfun kvennaliðsins sem á síðustu leiktíð varð Íslandsmeistari undir stjórn Benedikts Guðmundssonar.
Hrafn þjálfaði Breiðablik í Iceland Express deild karla á síðasta tímabili en lét þar af störfum á miðju tímabili. Hrafn þekkir hvern krók og kima í Vesturbænum enda fyrrum leikmaður og þjálfari í félaginu.
 
Fréttir
- Auglýsing -