Á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð gripum við Hauk Helga Pálsson glóðvolgan en kappinn var að vonum ekki sáttur við árangur íslenska U18 ára liðsins á mótinu en Haukur var engu að síður valinn í úrvalslið mótsins.
Haukur er einn efnilegast leikmaður Íslands um þessar mundir og lék með einum sterkasta miðskóla Bandaríkjanna í vetur, Montverde Academy. Nú liggur leiðin til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington, þar sem Haukur mun stunda nám við Maryland skólann og leika með liðinu sem er eitt það sterkasta í bandarískum háskólabolta.



