spot_img
HomeFréttirNjarðvíkurstelpur á Gautaborgar Festival

Njarðvíkurstelpur á Gautaborgar Festival

 
Fyrr í þessum mánuði, reyndar á sama tíma og Norðurlandamót unglinga fór fram, stóð yfir Gautaborgar Festival í körfubolta þar sem Njarðvíkurstelpur gerðu víðreist undir stjórn Bylgju Sverrisdóttur.
Leikmenn úr 9. flokki kvenna í Njarðvík telfdu fram tveimur liðum á mótinu þar sem hver leikur var 2×15 mínútur.
 
,,Lið 1 vann alla sína 3 leiki í riðlakeppninni og komust í A úrslit og lentu þar í hörku leik á móti liði frá Svíþjóð sem tapaðist með einu stigi eftir framlengingu, en framlenginin er þannig að liðið sem skorar á undan vinnur og við brutum og hinar í bónus og þær skoruðu úr fyrra vítinu og þá var leiknum lokið, mjög óheppnar því við vorum búnar að eiga svakalega fínan leik, svo komst þetta lið í úrslitaleik á móti liði frá Kína sem vann svo mótið,“ sagði Bylgja Sverrisdóttir þjálfari Njarðvíkurstelpna í samtali við Karfan.is.
 
,,Lið 2 tapaði öllum sínum leikjum í riðlakeppninni en spiluðu svo í 8 liða á móti liði frá Svíþjóð, þær lentu einnig í framlengingu og fengum við nokkrar sóknir til þess að klára leikinn meira að segja 2 vítaskot sem klikkuðu og máttum við þola tap með 2 stigum því Svíarnir skoruðu á undan okkur. Engu að síður frábær ferð og eiga ÍT ferðir hrós skilið fyrir góða þjónustu. Stelpurnar fengu mikla reynslu og spiluðu allar alveg helling. Svo að móti loknu var gert margt skemmtilegt t.d. farið í Liseberg Tivolíið sem stelpunum þótti ekki leiðinlegt,“ sagði Bylgja og ljóst að mikið hefur verið í gangi í körfuboltanum í Svíþjóð í maímánuði þar sem Norðurlandamótið, Bravo Cup og Gautaborg Festival fóru fram og þá eru Svíar einnig þekktir fyrir mótið sitt Scania Cup.
 
Ljósmyndir/ Úr einkasafni
Fréttir
- Auglýsing -