Aðalfundur Breiðabliks fór fram í síðustu viku. Venju samkvæmt var þar liður á dagskrá hvar viðurkenningar eru veittar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Tveir frá körfuknattleiksdeild félagsins fengu viðurkenningu að þessu sinni; Pétur Hrafn Sigurðsson, fyrrum formaður deildarinnar og fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ, hlaut félagsmálabikarinn og Sigurður Ingi Hauksson, varaformaður, fékk silfurmerki Breiðabliks.
Ljósmynd: Pétur Hrafn Sigurðsson hlaut félagsmálabikar Breiðabliks í síðustu viku.



