spot_img
HomeFréttirSamþykkt að parketleggja Hellinn á þessu ári!

Samþykkt að parketleggja Hellinn á þessu ári!

 
Sigursælasta körfuknattleikslið Íslands, ÍR, getur hoppað hæð sína af gleði þessa dagana en í síðustu viku samþykkti borgarráð á fundi sínum að fela framkvæmda- og eignasviði borgarinnar að leggja parket í Íþróttahús Seljaskóla á þessu ári.
Dúkurinn í Seljaskóla hefur reynst mörgum leikmanninum þungbær og á síðustu leiktíð notuðu ÍR-ingar íþróttahús Kennaraháskólans sem sinn heimavöll og luku svo tímabilinu á dúknum í Hellinum. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir ÍR-inga og verður allt kapp lagt á að reyna að koma parketi á gólfið áður en næsta leiktíð í Iceland Express deild karla hefst í október næstkomandi.
 
Ljósmynd/ Gunnar Sverrisson og liðsmenn hans hjá ÍR verða komnir á parket á þessu ári.

[email protected]  

Fréttir
- Auglýsing -