spot_img
HomeFréttirHreggviður valdi KR: Hrafn tekur við kvennaliðinu

Hreggviður valdi KR: Hrafn tekur við kvennaliðinu

 
Í dag voru undirritaðir tveir samningar í KR heimilinu, annars vegar við Hrafn Kristjánsson sem mun þjálfa meistaraflokk kvenna næstu tvö árin og hins vegar við Hreggvið Magnússon sem gengur til liðs við KR frá ÍR. www.kr.is/karfa greinir frá.
Á heimasíðu KR kemur eftirfarandi fram um þessa tvo nýju liðsmenn KR:
 
Hrafn er uppalinn KR-ingur sem hefur leikið og þjálfað með KFÍ, Þór og nú síðast Breiðablik. Það er mikill fengur í að fá hann aftur heim í Vesturbæinn og eru miklar vonir bundnar við að hann muni halda áfram því góða starfi sem fyrirrennarar hans hafa unnið með meistaraflokk kvenna.
 
Hreggviður hefur verið einn af betri íslensku leikmönnunum í Iceland Expressdeild karla undanfarin ár og kemur til með að styrkja lið KR gríðarlega fyrir átökin næsta vetur enda er stefnan sett á að bæta árangur síðasta árs.
 
Fréttir
- Auglýsing -