spot_img
HomeFréttirMyndasafn: 50 körfukrakkar í Æfingabúðum Ágústar

Myndasafn: 50 körfukrakkar í Æfingabúðum Ágústar

 
Á mánudag hófust Æfingabúðir Ágústar Björgvinssonar í Smáranum í Kópavogi. Að þessu sinni voru 50 krakkar sem skráðu sig til leiks. Landsliðskonurnar Helena Sverrisdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir eru á meðal þeirra sem aðstoða við búðirnar sem og þeir Sævaldur Bjarnason þjálfari Breiðabliks og Snorri Örn Arnaldsson yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar og formaður Félags Körfuknattleiksþjálfara á Íslandi.
Tomasz Kolodziejski leit við á fyrsta dag búðanna síðastliðinn mánudag og er hægt að nálgast myndir frá æfingabúðunum hér.
 
Hér á heimasíðu Ágúsar má svo nálgast nánari frétt af búðunum.
 
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Helena Sverrisdóttir landsliðskona og leikmaður TCU háskólans leiðbeinir ungum körfukrökkum.
Fréttir
- Auglýsing -