Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur framlengt samningum við sex leikmenn kvennaliðs félagsins. Samningar þess efnis voru undirritaðir í gær. Þeir leikmenn sem framlengdu sínum samning við liðið voru Rannveig Randversdóttir, Svava Stefánsdóttir, Hrönn Þorgrímsdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Birna Valgarðsdóttir og Marín Karlsdóttir. www.keflavik.is greinir frá.
Enn fremur segir á síðu þeirra Keflvíkinga:
Að auki samdi Körfuknattleiksdeild Keflavíkur við Hrund Jóhannsdóttur í aprílmánuði, en vonir standa til að hún eigi eftir að koma sterk inn í liðið á næsta tímabili. Sérstaklega þegar horft er til þess að Keflavíkurliðinu vantaði á köflum öflugan frákastara undir körfuna í mörgum mikilvægum leikjum á síðasta tímabili.
Ljósmynd/ heimasíða Keflavíkur – frá vinstri: Hrönn Þorgrímsdóttir, Rannveig Randversdóttir, Jón Halldór Eðvaldsson, Svava Stefánsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir. Á myndina vantar Birnu Valgarðsdóttur og Marín Karlsdóttur.



