spot_img
HomeFréttirÁgúst og Helena á ferð og flugi með körfuboltabúðir

Ágúst og Helena á ferð og flugi með körfuboltabúðir

 
Ágúst Björgvinsson og Helena Sverrisdóttir munu standa fyrir einsdags körfuboltanámskeiði á landsbyggðinni núna í júní. Helena er einn besti leikmaður landsins, spilar með háskólaliði TCU í Bandaríkjanum, og var valin leikmaður ársins í Mountain West deildinni 2010. Ágúst hefur þjálfað Helenu frá 14 ára aldri með unglingalandsliðum, A-landsliðum og hjá Haukum í Hafnarfirði.
Á þremur árum fóru þau frá því að vera nýliðar í deildinni í að sigra fimmfalt á lokaárinu sínu saman 2007. Á þessum tíma vann Haukaliðið níu þar af tvisvar sinnum Íslandsmeistaratitilinn og tvisvar sinnum Bikarmeistaratitilinn. Öll þrjú árin með Haukaliðið voru þau valin þjálfari ársins og leikmaður ársins.
 
Bæði hafa þau mikla reynslu af æfingabúðum jafnt hér heima sem og erlendis þar sem þau hafa verið við þjálfun eða rekið sínar eigin búðir.
 
Körfuboltabúðir Ágústar og Helenu verða á eftirfarandi stöðum þessa daga:
 
Borganesi miðvikudagur 9. júní
Hvammstanga fimmtudagur 10. júní
Flúðir föstudagur 11. júní
Hveragerði föstudagur 18. júní & laugadagur 19. júní
Fréttir
- Auglýsing -