Körfuknattleiksdeild Skallagríms er nú að undirbúa næsta leiktímabil og eitt af sumarverkunum var framlenging Hafþórs Inga Gunnarssonar hjá félaginu. Frá þessu er greint á www.skallagrimur.is
Hafþór hefur á undanförnum árum verið leikstjórnandi og fyrirliði mfl. hjá Skallagrím og afar mikilvægur fyrir liðið. Það er mikill fengur fyrir deildina að njóta krafta hans áfram. Hafþór náði sér vel á strik á síðasta leiktímabili eftir erfið meiðsli en hann sleit krossbönd í hné árið 2008.
Hafþór gerði 13,8 stig, tók 5,2 fráköst og gaf 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Skallagrím á síðasta tímabili og var með flestar stoðsendingar að meðaltali í leikmannahópi Borgnesinga. Þá er skemmst að minnast ótrúlegrar körfu sem Hafþór gerði gegn Valsmönnum á síðasta tímabili.
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Hafþór Ingi í leik gegn Valsmönnum í 1. deild karla.



