Dagana 28. júní til 2. júlí fara fram körfuboltabúðir KR í samvinnu við Subway í DHL-höllinni í Reykjavík. Búðirnar eru fyrir alla stráka og stelpur á aldrinum 11 til 18 ára (fædd 92 til 99) og eru frá kl 17.00 til 20.30.
Æfingarnar í búðunum verða í formi stöðvaþjálfunar þar sem leikmönnum verður skipt í hópa eftir aldri. Í lok hvers dags verður síðan spilað 5 á 5 mót sem stendur yfir alla dagana. Nánari dagskrá verður kynnt á næstu vikum.
Þekktir einstaklingar úr íslenska körfuboltaheiminum munu kíkja í heimsókn í búðirnar og gefst leikmönnum búðanna tækifæri til að kynnast þeim.
Á lokadag búðanna fara fram hinar ýmsu keppnir en þá verða m.a. veitt verðlaun í hverjum hóp fyrir bestu vítaskyttuna, bestu þriggjastiga skyttuna og 1 á 1 meistara. Auk þess verða sigurliðin í 5 á 5 mótinu verðlaunuð, úrvalslið búðanna valið og fleira. Loks verða nokkrir heppnir leikmenn dregnir út og munu þeir hljóta vinninga frá Subway.
Meðal þjálfara búðanna eru þjálfara og leikmenn úr kkd. KR en að auki verða fleiri þjálfarar sem kynntir verða á næstu misserum.
Verð 8.000 kr (systkinaafsláttur veittur)
Skráning fer fram á [email protected] og [email protected]
Frekari upplýsingar fást á [email protected] og [email protected]



