spot_img
HomeFréttirÁgætt gengi íslensku liðanna á fyrsta degi

Ágætt gengi íslensku liðanna á fyrsta degi

Íslensku 15 ára liðin hófu keppni í gær á Copenhagen Invitational mótinu í Kaupmannahöfn. Eftir smá ævintýraför að komast á leiðarenda þurfti að seinka fyrsta leik beggja liða og fengu því íslensku liðin það erfiða verkefni að leika tvo leiki í röð í lok dags.
Stelpurnar unnu einn og töpuðu einum. Þær unnu Danmörk 36-54 þar sem Sara Rún Hinriksdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir voru með níu stig hvor.
 
Næsti leikur stúlknanna var gegn Hollandi og sýndu stelpurnar flotta takta gegn sterku liði en þær hollensku höfðu sigur 73-50. Hjá Íslandi var Guðlaug Björt Júlíusdóttir með 11 stig og Sara Rún Hinriksdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir skoruðu 10 stig hvor.
 
Strákarnir unnu báða sína leiki fyrst gegn Danmörku Rauðu og svo gegn Skotlandi.
 
Oddur Rúnar Kristjánsson var með 23 stig gegn danska liðinu en leikurinn endaði 68-83 Íslandi í vil.
 
Gegn Skotlandi var Oddur Rúnar Kristjánsson stigahæstur með 17 stig en Ísland vann 68-77.
 
Hægt er að lesa umfjöllun um leikina á www.kki.is
 
Úrslit og dagskrá dagsins – en íslensku liðin eiga  bæði tvo leiki í dag.
 
Mynd: Maceik Baginski leikmaður Íslands
Fréttir
- Auglýsing -