spot_img
HomeFréttirMættu í hús 5mín. í leik: Silfur hjá U15 í Danmörku

Mættu í hús 5mín. í leik: Silfur hjá U15 í Danmörku

 
Copenhagen Invitational mótið fór fram í Danmörku á dögunum þar sem Ingi Þór Steinþórsson var þjálfari hópsins. Ingi og piltarnir í landsliðinu máttu sætta sig við silfurverðlaunin á mótinu eftir úrslitaleik gegn Englendingum. Karfan.is reif nokkrar línur upp úr Inga um ferðina:
Það varð seinkun fyrsta daginn á fluginu og var leikjum breytt fyrir okkur á föstudeginum. Við mættum á svæðið og var okkur þá sagt að leikurinn byrjaði eftir fimm mínútur. Það var fát á mannskapnum sem var að rúlla töskunum og dæminu inní húsið, klæða sig í búningana og inná völlinn. Við spiluðum við Dani fyrst og var jafnt í fyrstu þar sem Oddur Rúnar spilaði vel. Góður 15 stiga sigur og strax á eftir lékum við gegn Skotum sem við hreinlega rúlluðum yfir í fyrri hálfleik og leiddum með 25 stigum. Þeir náðu muninum niður í seinni og enduðum á að vinna með 9 stigum. Á laugardagsmorgunin lékum við gegn Hollendingum sem átu okkur í fráköstum, spennandi leikur þar sem Dagur Kár var með stáltaugar á vítalínunni í lokin og tryggði góðan sigur 73-75. Við mættum Berlínarúrvalinu í undanúrslitum. Liðið líkamlega sterkt miðað við 15 ára stráka en okkar menn voru klókari og náðum við mest 30 stiga mun 80-50 en lokatölur 88-66. Strákarnir mættu svo enska liðinu í úrslitaleik þar sem Englendingarnir vörðu gríðarlega mikið af skotum okkar, bæði utan af velli og undir körfunni. Enska liðið leiddi með 18 stigum í hálfleik og skoruðu fyrstu körfu síðari háflleiksins. Strákunum tókst að ná muninum tvívegis niður í tvö stig en nær komust við því miður ekki og Englendingar sigruðu með níu stigum 77-86.
 
 
Maciek Stanislav Baginski var valinn í úrvalslið mótsins og stóð sig vel, Oddur Rúnar Kristjánsson og Dagur Kár Jónsson voru einnig atkvæðamikilir hjá íslenska liðinu. Liðið fékk flott framlag frá þessum efnilegu strákum sem fara að nú að undirbúa sig fyrir NM á næsta ári.
 
Ljósmynd/ U15 ára silfurlið Íslands á Copenhagen Invitational mótinu.
Fréttir
- Auglýsing -