spot_img
HomeFréttirCaja Laboral með 2-0 forystu á Spáni

Caja Laboral með 2-0 forystu á Spáni

 
Fyrir úrslitaeinvígi Barcelona og Caja Laboral í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefðu flestir sett pund sitt á Barcelona enda ríkjandi Evrópumeistarar og liðið vart stigið feilspor þetta tímabilið. Í augnablikinu leiðir Caja Laboral 2-0 og þarf því aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér titilinn á Spáni.
Mesta athygli vekur að Laboral hefur unnið tvo fyrstu leikina sem báðir fóru fram á heimavelli Barcelona. Fyrsti leikurinn fór 58-63 Laboral í vil. Tiago Splitter gerði 16 stig og tók 6 fráköst í leiknum fyrir Laboral en Juan Carlos Navarro gerði 17 stig í liði heimamanna. Í öðrum leiknum vann Laboral með minnsta mun, 69-70. San Emeterio var þá stigahæstur hjá Laboral með 19 stig en Pete Mickeal gerði 18 stig og tók 6 fráköst í liði Barcelona. Heimamenn leiddu nánast allan leikinn en Laboral snéri taflinu sér í hag á síðustu þremur mínútunum.
 
Einvígið færist nú yfir á heimavöll Laboral þar sem þeir geta orðið Spánarmeistarar í þriðja sinn í sögu félagsins en þriðji leikur liðanna fer einmitt fram í kvöld.

Ljósmynd/ Tiago Splitter hefur átt dúndrandi leiktíð með Caja Laboral.

 
Fréttir
- Auglýsing -