Þó að meira en ár sé í að Evrópumótið í Litháen hefjist er búið að gefa út dagsetningar fyrir mótið en það fer fram dagan 3.-18. september. Leikið verður sex borgum víðsvegar um þetta körfuboltaóða land. Riðlakeppnin fer fram í Alytus, Klaipeda, Panevezys og Siauliai.
Svo verða milliriðlar og lokaúrslitin í Vilnius og Kaunas.
Ljóst er að leikið verður í stærstu borgum Litháens en Evrópumótið á næsta ári kemur upp á mikilvægu ári hjá þessu Eystrarsaltsríki en á næsta ári verða 20 ár liðin frá því að landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
Mynd: Ramunas Siskausas, leikmaður CSKA Moskva, er ein helsta stjarna Litháens



