Dirk Bauermann, þjálfari þýska landsliðsins, hefur tilkynnt 16 manna hóp fyrir HM í sumar og þar vekur athygli að stórstjarna Þjóðverja Dirk Nowitzki er ekki þar á meðal.
Einnig er Chris Kaman, leikmaður L.A. Clippers, fjarri góðu gamni í 16 manna hópnum en það kemur þó ekki eins mikið á óvart og fjarvera Dirk Nowitzki. Nowitzki var ekki með Þjóðverjum á EM síðasta sumar en það var í fyrsta skipti í mörg ár sem Þjóðverjinn snjalli lék ekki með landsliði sínu.
Það var talið að hann yrði með löndum sínum í Tyrklandi í september en nú er ljóst að hann verði ekki með a.m.k. miðað við þennan hóp. Ekki er líklegt að Bauermann stækki þennan hóp en tíminn verður að leiða í ljós hvort að Nowitzki verði með eður ei.
Þjóðverjar þóttu spila vel á EM í fyrra með blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum en þó óreyndum í bland við nokkra reynslubolta. En stóru nöfnin vantaði úr NBA.
16-manna hópur:
Steffen Hamann (ALBA Berlin)
Demond Greene (Larissa)
Heiko Schaffartzik (New Yorker Phantoms Braunschweig)
Per Günther (ratiopharm Ulm)
Lucca Staiger (ALBA Berlin)
Philipp Schwethelm (Eisbären Bremerhaven)
Chad Töpper (Albuquerque Thunderbirds, DLeague/USA)
Konrad Wysocki (Turow Zgorzelec)
Robin Benzing (ratiopharm Ulm)
Elias Harris (Gonzaga University)
Jan-Hendrik Jagla (Asseco Prokom Gdynia)
Tim Ohlbrecht (Telekom Baskets Bonn)
Yassin Idbihi (New Yorker Phantoms Braunschweig)
Tibor Pleisse (Brose Baskets Bamberg)
Christopher McNaughton (EWE Baskets Oldenburg)
Johannes Strasser (Telekom Baskets Bonn).
Þjóðverjar eru í A-riðli ásamt Argentínu, Serbíu, Ástralíu, Angóla og Jórdaníu.
Mynd: Það stefnir í að það verði enginn Dirk í Tyrklandi í haust



