Búið er að draga í töfluröð fyrir Iceland Express-deild kvenna á næstu leiktíð (2010-2011). Í fyrstu umferð verður sannkallaður stórleikur en þá etja kappi Íslandsmeistarar KR og bikarmeistarar Hauka að Ásvöllum. www.kki.is greinir frá.
Nýliðar Fjölnis fara til Grindavíkur í fyrsta leik ásamt því að það verður nágrannaslagur í 1. umferð þegar Keflvíkingar heimsækja granna sína í Njarðvík í Ljónagryfjuna.
1. umferð:
Grindavík – Fjölnir
Haukar – KR
Hamar – Snæfell
UMFN – Keflavík
2. umferð:
Fjölnir – Hamar
Haukar – Grindavík
KR – Keflavík
Snæfell – UMFN



