spot_img
HomeFréttirBynum í aðgerð í næsta mánuði

Bynum í aðgerð í næsta mánuði

 
Miðherji Lakers og NBA meistarinn Andrew Bynum mun gangast undir hnéaðgerð í næsta mánuði en í þrígang hefur verið tappað af hnéi leikmannsins á síðustu vikum. Bynum sagði við fjölmiðla í Kaliforníu í gær að hann hyggðist heimsækja HM í knattspyrnu í Suður-Afríku áður en að aðgerðinni kæmi.
Gert er ráð fyrir að aðgerðin verði í kringum 18. júlí svo hann fær lítinn tíma til þess að jafna sig eftir aðgerðina áður en æfingabúðir með Lakers fyrir næsta tímabil hefjast. Þá sagðist Lamar Odom liðsfélagi Bynum einnig vera að skoða sín mál og átti allt eins von á því að fara í aðgerð á vinstri öxl sem hefur verið að stríða honum um nokkurn tíma.
 
Fréttir
- Auglýsing -