spot_img
HomeFréttirÓráðið hvar Logi verður á næstu leiktíð

Óráðið hvar Logi verður á næstu leiktíð

Ekki er enn komið á hreint hvað verður hjá Loga Gunnarssyni á næstu leiktíð en síðasta tímabil lék hann með franska liðinu St. Etienne í NM1 deildinni. St. Etienne hafnaði í 11. sæti deildarinnar sem er sú þriðja efsta í Frakklandi.
Logi sagði í stuttu spjalli við Karfan.is að félagið vildi fá hann á nýjan leik á næsta tímabili en sjálfur kvaðst hann vera að skoða sín mál ásamt umboðsmanni.
 
Logi lék 31 leik með St. Etienne á síðustu leiktíð, gerði 8,5 stig að meðaltali í leik og lék að jafnaði í tæpar 23 mínútur.
 
Fréttir
- Auglýsing -