spot_img
HomeFréttirSumarið og 1. deild: FSu

Sumarið og 1. deild: FSu

 
Nú tökum við púlsinn á FSu í 1. deild karla en á síðustu leiktíð féll FSu úr Iceland Express deildinni og leikur því í 1. deild á næsta tímabili. Fyrir skömmu var Valur Ingimundarson ráðinn til liðsins og segir hann meistaraflokkinn fara á fullt í ágústmánuði.
,,Við förum í gang í byrjun ágúst með þá sem eru á staðnum, svo bætist við hópinn þegar skólinn byrjar en liðið verður ungt og efnilegt,” sagði Valur sem er þó búinn að sjá út hvar vöntunin sé.
 
,,Það bætist reyndar jafnt og þétt í hópinn en ennþá vantar okkur leiðtoga sem leiðir hópinn inni á vellinum,” sagði Valur en fyrirséðar eru töluverðar breytingar á liði FSU.
 
Valur Orri Valsson, sonur þjálfarans, hefur ákveðið að leika með FSu á næstu leiktíð en hann er á meðal efnilegustu leikmanna landsins og var mikilvægur hlekkur í U16 ára landsliði Íslands sem varð Norðurlandameistari í maímánuði síðastliðnum. Þá hefur Cristhoper Caird gefið það út að hann verði ekki á Íslandi á næstu leiktíð en hann var einn besti leikmaður FSu á síðasta tímabili þá leiki sem hann lék en stóran part síðasta tímabils tók hann út agabann.
 
Auk þess að þjálfa FSu verður Valur með körfuboltaakademíuna á vegum FSu en hann mega nemendur við Fjölbrautaskólann á Selfossi sækja.
 
Ljósmynd/ Valur Orri leikur með FSu í 1. deidinni á næstu leiktíð.
 
Fréttir
- Auglýsing -