spot_img
HomeFréttirJackson heldur áfram með Lakers

Jackson heldur áfram með Lakers

Phil Jackson mun snúa aftur í haust sem þjálfari meistaraliðs LA Lakers, en eftir viku hvíld og ráðgjöf frá læknum ákvað hann að slá til eitt árið enn og gera atlögu að sínum 12. titli sem þjálfari, en hann á einnig tvo til viðbótar frá árum sínum sem leikmaður NY Knicks. Enginn á fleiri titla heldur en Jackson, sem er einnig með besta vinnningshlutfall allra tíma og flesta sigra í úrslitakeppni.
 Jackson, sem er 65 ára og hefur lengi verið plagaður af margs konar veikindum og eymslum, telur þó að næsta ár verði sitt síðasta.’
 
"Ég verð með!" sagði Jackson eftir að hafa gert upp hug sinn. "Eftir tveggja vikna umhugsun er kominn tími á að takast á við að setja saman lið sem getur varið titilinn á næsta ári. Þetta verður mitt síðasta ár og ég vona að það verði frábært."
Fréttir
- Auglýsing -