spot_img
HomeFréttirSamningahrinan hafin í NBA - Rudy Gay áfram hjá Grizzlies

Samningahrinan hafin í NBA – Rudy Gay áfram hjá Grizzlies

Hlutirnir eru strax farnir að gerast á leikmannamarkaði NBA án þess þó að stærstu nöfnin í bransanum séu þar á ferð.
 
Fyrsta stóra samning sumarsins fékk Rudy Gay, en lið hans Memphis Grizzlies bauð honum fimm ára samning upp á 80 milljónir dala og hafa þar með tekið af öll tvímæli um nanustu framtíð hans. Gay lék afar vel í vetur og var búist við að hann yrði eftirsóttur en Grizzlies vildu greinilega ekki taka neina áhættu.
Framherjinn Drew Gooden hefur samið við Milwaukee Bucks til fimm ára, en þessi 29 ára framherji hefur verið sendur út um allar trissur að undanförnu, þar sem hann hefur leikið með áttta liðum síðustu átta ár. Hann fær 32 milljónir dala í laun á samningstímanum og kemur inn í lið sem er lofar góðu, með sterkan ungan kjarna og reyndan þjálfara, Scott Skiles, í brúnni.
 
Þá hefur miðherjinn Darko Milicic fengið fjögurra ára samning við Minnesota Timberwolves þar sem hann lék á síðasta ári. Darko hefur verið eins konar gangandi "Punch line" eftir að hann var valinn annar í nýliðavalinu 2002, á eftir LeBron en á undan mönnum eins og Carmelo Anthony, Chris Bosh og Dwayne Wade. Hann var jafnvel að hugsa um að snúa aftur til Evrópu eftir hræðilegt gengi á ferlinum, en virðist ætla að skoða málin betur. Hann fær um fjórar milljónir dala í laun á ári.
 
Loks má geta þess að framherjinn Amir Johnson hefur samið við Toronto Raptors um að verða áfram í þeirra herbúðum, en hann lék alla 82 leikina með liðinu í vetur. hann mun fá 34 milljónir á næstu fimm árum.
 
Stórlaxarnir sitja þó ekki með hendur í skauti og eru nú lið að hópast um James, Bosh, Wade og fleiri til að lokka þá til sín, en einnig standa yfir samningaviðræður hjá mönnum sem eru vart að fara neitt, líkt og Dirk Nowitzki og Paul Pierce, og svo er talið líklegt að einn feitasti bitinn á markaðnum, Joe Johnson, muni fá tilboð um hámarkssamning frá liði sínu Atlanta Hawks á næstu dögum.
Fréttir
- Auglýsing -