spot_img
HomeFréttirLeBron lottóið heldur áfram – Jay-Z á svæðinu

LeBron lottóið heldur áfram – Jay-Z á svæðinu

Fjölmiðlar heimsins fylgjast með hverju fótspori LeBron James þessa stundina á meðan hann hittir fulltrúa þeirra liða sem vilja fá hann til liðs við sig. Þau lið sem hafa heimsótt hann eru New York, New Jersey, Miami og L.A. Clippers. Í dag hittir hann Chicago og svo fulltrúa síns liðs Cleveland.
Liðin beita ýmsum úrræðum til að sannfæra hann um að sitt félag og sín borg sé hans næsti viðkomustaður. Eigandi New Jersey, rússneski milljarðamæringurinn Mikhail Prokhorov, mætti ásamt Jay-Z til að sannfæra hann um ágæti New Jersey. En Jay-Z á smá hlut í Nets-liðinu sem gætu flutt til Brooklyn hverfis í New York á næstu árum.
 
Ekkert liðanna hefur fengið neitun frá LeBron en hann ætlar að hitta ákveðin fjölda af liðum áður en hann byrjar að skera niður. Þau sex sem eru nefnd fyrir ofan eru talin þau einu sem koma til greina en margt gæti breyst ef Dirk Nowitzki verður ekki áfram í Dallas eða Paul Pierce og Ray Allen segja skilið við Boston. Þá losa þessi lið mikla peninga og gætu bæst í hópinn í LeBron lottóinu.
 
Mynd: Verður þetta búningur LeBron á næstu leiktíð?
 
Fréttir
- Auglýsing -