spot_img
HomeFréttirNBA-meistararnir mæta Evrópumeisturunum

NBA-meistararnir mæta Evrópumeisturunum

Í haust verða nokkrir æfingaleikir milli NBA-liða og liða úr meistaradeildinni. Áhugaverðasti leikurinn verður án efa á milli Barcelona og L.A. Lakers í Katalóníu fimmtudaginn 7. október.
 
Lið úr meistaradeild Evrópu hafa spilað æfingaleiki gegn NBA liðum frá árinu 1978 en þá léku Maccabi Tel Aviv og Washington Bullets(nú Wizards) í Ísrael. Að loknu næsta hausti hafa NBA-lið og lið úr meistaradeildinni leikið alls 61 æfingaleik á þessu tímabili en undanfarin ár hefur þessum leikjum fjölgað mjög mikið.
 
Fleiri leikir verða á dagskrá og fara tvö evrópsk lið til Bandaríkjanna en það eru Caja Laboral frá Spáni og CSKA Moskva frá Rússlandi.
 
Caja Laboral heimsækir Memphis og San Antonio 14. og 16. október á meðan CSKA Moskva spilar gegn Cleveland og Oklahoma sömu daga.
 
Til Evrópu fara New York, L.A. Lakers og Minnesota. New York etur kappi gegn AJ Milano sunnudaginn 3. október í Mílanó. Barcelona og Lakers spila í Barcelona fimmtudaginn 7. október en áður en sá leikur fer fram mæta Lakers Minnesota í Lundúnum 4. október í O2-höllinni. Svo verða það New York og Minnesota sem spila í París 6. október.
 
Þeir sem eru mjög spenntir að sjá NBA-liðin þurfa ekki að fara langt til að sjá NBA-liðin leika listir sínar.
 
Mynd: Ricky Rubio, leikmaður Barcelona, fær að sýna hæfileika sýna gegn L.A. Lakers í haust en Minnesota valdi Rubio með fimmta valrétt í nýliðavalinu 2009.
 
Fréttir
- Auglýsing -