Henning Henningsson þjálfari Hauka hefur framlengt samning sinn hjá bikarmeisturum Hauka og þjálfar því liðið á næstu leiktíð. En frá þessu er greint á heimasíðu Hauka.
Tveir af leikmönnum liðsins hafa framlengt samninga sína við félagið en þetta eru þær Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður A-landsliðs Íslands, og Kristín Fjóla Reynisdóttir. Frá þessu er einnig greint á heimasíðu Hauka.
Báðar hafa þær leikið með Haukum upp alla yngri flokka félagsins. Ragna Margrét hefur leikið með A-landsliði Íslands undanfarin ár en Kristín Fjóla á marga yngri landsliðsleiki á bakinu.
Mynd: Ragna Margrét og Kristín Fjóla ásamt Henningi og Reyni Kristjánssyni, frá mfl. ráði kvenna, eftir undirskriftina – www.haukar.is



