Lebron James er nú óðfluga að koma sér fyrir í Miami og fréttir herma að kappinn sé að festa kaup á nýrri fasteign í Coral Gabels hverfinu sem er víst eitt það flottasta í Miami. "Bragginn" sem kappinn er að kaupa er víst heldur ekkert slor.
Húsið sem var byggt árið 2000 er um það bil 2000 fermetrar. Í því er lyftingasalur með öllu tilheyrandi, tennis völlur, bar, bíó herbergi og bílskúr fyrir 4 bíla. Útsýnið nær svo beint á miðborg Miami og bakvið er bryggja þar sem hægt er þá að leggja skútu að.
49.5 milljónir dollara (6 milljarðar ISK) kosta þessi ósköp fyrir kappann en þess má geta að Pat Riley bjó í þessu húsi fyrir fáeinum árum og því ekki laust við að nokkrar hárgel túbur liggi í einhverjum skúmaskotum hússins.
Þeir sem hafa áhuga að bjóða í kofann á móti honum Lebron geta haft samband við Alex Shay – (786)344-8776 en samkvæmt þessari síðu sér hann um söluna.




