Atli Örn Gunnarsson, 24 ára körfuknattleiksmaður frá Flúðum, hefur skrifað undir 2 ára samning við körfuknattleiksdeild Breiðabliks og mun því leika með félaginu á næsta keppnistímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Blika.
Atli sem er uppalinn á Flúðum var aðalsprautan í liði þeirra á síðasta vetri með tæp 20 stig að meðaltali í leik og rúm 9,5 fráköst. Atli Örn er um 197cm á hæð, sterkur strákur sem kemur til með að hjálpa Blikunum í baráttunni undir körfunni næsta vetur.
Sannarlega góð viðbót við leikmannahóp Blika sem ætla að byggja lið sitt næsta vetur á reynslumiklum leikmönnum eins og Steinari Arasyni sem kom frá ÍR, Aðalsteini Pálssyni, Gylfa Geirssyni, Rúnari Pálmasyni og Þorsteini Gunnlaugssyni sem verða áfram í herbúðum Blika og síðan ungum Blikum sem eru á aldrinum 17 til 19 ára.
Ljósmynd/ Atli t.v. ásamt Sævaldi þjálfara liðsins t.h.



