spot_img
HomeFréttirHrafn þjálfar KR

Hrafn þjálfar KR

KR hefur ráðið Hrafn Kristjánsson til þess að stjórna meistaraflokki karla á næstu leiktíð en fyrr í sumar var hann ráðinn þjálfari mfl. kvenna. Því er ljóst að hann mun stjórna báðum meistaraflokkum félagsins næsta vetur. En frá þessu er greint á heimasíðu KR.
Hrafn er í léttu spjalli á heimasíðu KR en þar segir hann að Baldur Ingi Jónasson, fyrrv. þjálfari mfl. kvk. hjá Þór Ak., aðstoði hann með kvennaliðið og Páll Kolbeins verði honum innan handar með karlaliðið.
 
Ljóst er að Hrafn fær erfitt verkefni á næstu leiktíð en afar líklegt má teljast að bæði lið verði í toppbaráttunni næsta vetur.
 
Mynd: Hrafn Kristjánsson mun búa í DHL-höllinni næsta vetur.
 
Fréttir
- Auglýsing -