Eins og næstum allir fjölmiðlar voru búnir að greina frá þá ákvað Boston að semja við Shaquille O´Neal til næstu tveggja ára. Það má telja líklegt að hinn 38 ára gamli O´Neal klári ferilinn í grænu.
Talið er að hann hafi samið fyrir mun lægri laun en hann óskaði eftir en það var nánast engin eftirspurn eftir hinum risastóra miðherja á þeim launum sem hann óskaði sér.
En nú er ljóst að hann mun ganga til liðs við hið aldna lið Boston sem þurftu að styrkja miðherjastöðu sína eftir að Kendrick Perkins meiddist í upphafi leiks 6 í úrslitunum gegn Lakers.
Sjá fyrri fréttir um Shaq í sumar:
Mynd: Shaq er að fara til síns sjötta liðs á ferlinum.



