spot_img
HomeFréttirLogi til Solna

Logi til Solna

Svíþjóð verður næsti viðkomustaður Loga Gunnarssonar en hann hefur gert tveggja ára samning við Solna Vikings. Logi bætist þar með í fríðan flokk Íslendinga sem munu leika í Svíþjóð næsta vetur.

 

Karfan.is heyrði í Loga og spurði hvort hann þekkti eitthvað til í sænska boltanum. „Ég þekki ágætlega til boltans þarna, ég spilaði í Finnlandi og ég held að þetta sé svipaður bolti. Ég hef spurt Kobba (Jakob Örn Sigurðarson) aðeins út í þetta og hann talar vel um þetta allt saman.”
 
Hver eru markmið Solna fyrir næsta vetur? „ Solna er náttururlega einn af aðal klúbbunum í Svíþjóð og hafa unnið nokkra titla síðustu ár þannig að ég held að markmiðin séu alltaf há.”

Hernig kom til að þú endaðir í Svíþjóð? „ þeir sýndu mér mikin áhuga og að þeir bjóði mér tveggja ára samning sýnir að þeir binda vonir við mig. Þannig að ég og fjölskyldan erum mjög spennt fyrir þessu.”

 
Nú spilaði Helgi Már Magnússon með Solna síðasta vetur, verður hann áfram? „Það er reyndar óvíst með Helga en ég vona að hann endi hjá þeim aftur.”

[email protected]

Mynd: www.karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -