spot_img
HomeFréttirLandsliðsmenn Argentínu kvaddir með viðhöfn

Landsliðsmenn Argentínu kvaddir með viðhöfn

Cristina Fernandez, forseti Argentínu, kvaddi körfuboltalandslið landsins með viðhöfn í vikunni í ráðherrabústað landsins. Liðið sem var á leið til Spánar hitti forsetann áður en þeir fóru.
Leikmenn eins og Paul Prigioni, Andres Nocioni, Paolo Quinter3os, Hernan Jasen og Juan Gutierrez hittu forsetann. Óskaði hún liðinu velfarnaðar og góðu gengi.
 
,,Ég vil óska ykkur til hamingju með það hve góðir fulltrúar þið eruð fyrir Argentínu og allan þann árangur sem lið hafið náð í gegnum árin,” sagði Fernandez og bætti við að öll þjóðin studdi liðið.
 
Heimsóknin virðist hafa haft áhrif á leikmenn. ;,Það er skemmtilegt að koma hingað áður en við förum,2 sagði Hernan Jasen og hélt áfram. ,,Þetta hvetur okkur til að leggja harðar að okkur á heimsmeistaramótinu.
 
Andres Nocioni, sem er að jafna sig á ökklameiðslum, sagði að þetta skipti liðið miklu máli. ,,Þetta hjálpar í okkar undirbúningi. Svona fundir eru mikilvægir fyrir íþróttina okkar vegna þess að við vitum að við njótum stuðnings.”
 
Argentína er í riðli með Þýskalandi, Ástralíu, Angóla, Jórdaníu og Serbíu.
 
 
Mynd: Leikmenn landsliðsins að hitta forsetann.
Fréttir
- Auglýsing -