Í gærkvöldi tók Frægðarhöllin(Hall of Fame) átta nýja meðlimi og tvö lið í stórt safn frábærra fulltrúa körfuboltans. Meðal þeirra helstu má nefna Ólympíulandslið Bandaríkjanna frá árinu 1992 eða The Dream Team eins og þeir voru þekktir.
Mikil geðshræring var meðal þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína í Frægðarhöllina í gærkvöldi í Springfield í Massachusetts þegar hver fulltrúinn á eftir öðrum var kynntur. Þeir sem voru teknir inn í gærkvöldi voru Jerry Buss, Cynthia Cooper, Bob Hurley eldri, Karl Malone, Dennis Johnson, Gus Johnson, Maciel Pereira og Scottie Pippen. Svo voru Ólympíulandslið Bandaríkjanna frá 1960 og 1992 tekinn inn í Frægðarhöllina.
Í Draumaliðinu voru leikmenn eins og Larry Bird, Magic Johnson, Michael Jordan og Scottie Pippen en liðið hefur verið talið allra besta lið sögunnar.
Fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna frá 1960 fóru þeir Jerry West og Oscar Robertson. En þeir eru báðir goðsagnir í amerískum körfubolta.
Það má lesa allt um þá sem voru teknir inn í Frægðarhöllina í gærkvöldi á heimasíðu Frægðarhallarinnar.
Mynd: Sjaldan eða aldrei hafa jafn miklir hæfileikamenn í körfubolta verið samankomnir í sama herberginu.



