spot_img
HomeFréttirHafnarfjörður gerði útslagið

Hafnarfjörður gerði útslagið

Eins og fram kom á karfan.is í dag hefur Íris Sverrisdóttir gengið til liðs við Bikarmeistara Hauka frá Grindavík og bætist þar í hóp sterkra leikmanna og er Hafnarfjarðarliðið því orðið nokkuð sterkt á pappírum.
 
Íris sem er 20 ára hefur alla tíð leikið með Grindavík en sagði í samtali við karfan.is að ástæða þess að hún skiptir um lið er að hún er flutt í Hafnarfjörð og sé á leið í Háskóla Íslands og ákvað því að nýta tækifærið og prófa eitthvað nýtt.
„Ég mætti á æfingar hjá bæði KR og Haukum og mér leist rosalega vel á báða hópana, bæði liðin eiga klárlega eftir að vera í toppbaráttunni. En þar sem ég bý í Hafnarfirði þá var mun hagstæðara að fara í Hauka enda styttra á æfingar,“ sagði Íris en eins og fram hefur komið á netmiðlum síðustu vikur var ljóst að Íris myndi yfirgefa Grindavík og að valið stæði á milli Hauka og KR.
 
En hvernig lýst Írisi svo á komandi tímabil?
 
„Mér lýst rosalega vel á liðið. Það er mikill metnaður á æfingum og það er vel tekið á því svo er líka rosalega góður liðsandi þar. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að öll liðin vilja vinna stóra titilinn en við eigum eftir að setjast niður og setja okkur markmið í sameiningu."
 
 
Mynd: Sturla Jónsson
 
Fréttir
- Auglýsing -