spot_img
HomeFréttirPúlsinn hjá liðunum í IEX kvenna: Hamar

Púlsinn hjá liðunum í IEX kvenna: Hamar

 
Silfurlið Hamars frá síðustu leiktíð er ekki undir annan hatt sett í Iceland Express deildinni þetta sumarið en önnur lið deildarinnar. Breytingar verða á hópnum en sterkur póstur kemur inn þar sem Slavica Dimovska, fyrrum leikmaður Hauka og Fjölnis, mun ganga í raðir Hvergerðinga.
,,Við erum búin að missa tvo sterka leikmenn, Sigrúnu Ámundadóttur sem er farin til Frakklands og Hafrúnu Hálfdánardóttur sem er farin til KR. Koren Scharm og Julia Demirer koma ekki aftur. Liðið verður því mjög breytt en Slavica Dimovska mun leysa leikstjórnandastöðuna hjá okkur og er það mikil kostur að fá leikmann sem þekkir deildina vel,“ sagði Ágúst og bætir við að erfitt sé að meta stöðu Hamarsliðsins um þessar mundir.
 
,,Það er erfitt að meta stöðu okkar að svo stöddu þar sem liðið er mikið breytt. En það mun bara vera undir okkur komið hvernig þetta verður hjá okkur í vetur. Markmiðið er alltaf að reyna gera betur og verður það krefjandi markmið,“ sagði Ágúst sem býst við jafnari deild á komandi tímabili heldur en á því síðasta.
 
,,Ég held að deildin eigi eftir að verða jafnari en í fyrra. Keflavík og Haukar búnar að styrkjast mikið, Hamar og KR búnar að missa mikið. KR hafa misst besta leikmann úrslitakeppninar Unni Töru, einnig hefur Signý ekki gefið út hvort hún verði með eða ekki. Ef Signý verður með KR verða þær með sterkasta liðið en Keflavík og Haukar ekki langt á eftir þeim. Spennadi verður að sjá hvernig Snæfell, UMFG og UMFN koma til leiks, ætli þau verði ekki öll með tvo útlendinga líkt og Fjölnir, ef svo verður á þetta allt eftir að vera mjög jafnt og spennandi.“
 
 
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski – Ágúst þjálfari Hamars segir markmiðið að gera betur!
 
Fréttir
- Auglýsing -