Fyrstu leikir í Eden mótinu voru spilaðir í dag en fjögur lið taka þátt þ.e. Hamar, Haukar, FSu og Þór Þorl.
Haukar sigruðu Þór með minnsta mun 73-74 og var Örn Sigurðarson stigahæstur Hauka með 15 stig og hjá Þór var Emil Einarsson með 25 stig.
Hamar sigraði FSu örugglega með 26 stiga mun, 81-55.
Hjá Hamar var Darri Hilmarsson með 15 stig og fyrir FSu var Sæmundur Valdimarsson með 17 stig.
Úrslit og stigaskor leikmanna.
Þór Þorláksh – Haukar 73 – 74
Stigahæstir hjá Þór: Emil Einarsson 25 stig, Þorsteinn Ragnarsson 25 stig og Bjarki Gylfason 8 stig Stigahæstir hjá Haukum: Örn Sigurðarson 15 stig, Haukur Óskarsson 15 stig, Guðmundur Sævarsson 8 stig, Davíð Páll Hermannsson 8 stig og Sævar Haraldsson 8 stig
Fsu – Hamar 55 – 81
Stigahæstir hjá Fsu: Sæmundur Valdimarsson 17 stig, Guðmundur 15 stig og Valur Sigurðsson 15 stig.
Stigahæstir hjá Hamar: Darri Hilmarsson 15 stig, Svavar Páll Pálsson 15 stig og Darell Lewis13 stig
Mynd: Svavar Páll og félagar unnu FSu örugglega – [email protected]



